138. löggjafarþing — 49. fundur,  17. des. 2009.

tekjuskattur o.fl.

226. mál
[16:55]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Eftir fjórtán daga, sjö klukkutíma og fjórar mínútur koma áramót og þá á að taka gildi breyting á skattumdæmum þannig að þau séu steypt í eitt. Sumir missa stöður sínar sem yfirmenn, aðrir fá nýja yfirmenn í öðrum kjördæmum. Þetta er allt of stuttur tími, frú forseti, og þó að þetta kunni að vera skynsamlegt er mjög óskynsamlegt að gera þetta á sama tíma og verið er að steypa yfir þjóðina og skattumdæmin skattbreytingum, sem aldrei fyrr. Það verður eftir fjórtán daga, sjö klukkutíma og núna þrjár mínútur. Þetta er náttúrlega ekki nokkur hemja, frú forseti.

Við erum hérna með tillögu að rökstuddri dagskrá um að vísa þessu frá en ég dreg hana til 3. umr.