138. löggjafarþing — 49. fundur,  17. des. 2009.

tekjuskattur o.fl.

226. mál
[16:57]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Það er ekki langt síðan ráðuneyti hæstv. fjármálaráðherra gaf út mjög áhugaverða skýrslu um sameiningar og breytingar á stofnunum. Þar kom mjög skýrt fram að langflestar af þeim sameiningum á stofnunum á vegum ríkisins hefðu algjörlega mistekist. Undirbúningurinn hefði verið mjög slakur, sérstaklega ef markmiðin voru þau að ná hagræðingu eða sparnaði hefðu þau markmið alls ekki náðst.

Hvernig staðið hefur verið síðan að þessu máli er raunar kennslubókardæmi um hvernig við munum ekki ná þeim markmiðum sem lagt var upp með í upphafi, og sérstaklega að þessi breyting sé gerð á sama tíma og menn eru að fara í eina umfangsmestu skattbreytingu sem íslenskur almenningur hefur þurft að þola núna í fleiri, fleiri ár er algjörlega ótrúlegt og einstaklega ófaglegt af ráðherranum.