138. löggjafarþing — 50. fundur,  18. des. 2009.

almannatryggingar o.fl.

274. mál
[11:42]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Hér er verið að gera breytingar á Fæðingarorlofssjóði enn einu sinni og hringlað hefur verið með þær hugmyndir fram og til baka. Ég hef áður sagt að fjölskyldur eru búnar að gera ráðstafanir sem leiða til fæðingar núna í byrjun árs, þannig að það er mjög ómaklegt að ráðast á fjölskyldurnar með þessum hætti og gera svona breytingar en á sama tíma ætla menn að vera svo mildir við sjómenn að dreifa ákvörðun um sjómannaafslátt á fjögur ár. Ég er því mjög mikið á móti þessu fyrir utan það að ekki var haft samráð við nokkurn einasta mann við gerð þessara frumvarpa, ekki þá aðila sem venjulega er haft samband við, sjúklingasamtök eða aðila vinnumarkaðarins. Ég segi nei við þessu.