138. löggjafarþing — 50. fundur,  18. des. 2009.

atvinnuleysistryggingar o.fl.

273. mál
[11:45]
Horfa

Anna Pála Sverrisdóttir (Sf):

Herra forseti. Þetta er ekki sérstaklega ánægjulegt mál sem við afgreiðum nú en ég ætla engu að síður að segja já. Góð vinna hefur farið fram í félagsmálaráðuneytinu og sérstaklega góð líka í félags- og tryggingamálanefnd.

Það sem ég árétta hér, og hef nokkrar áhyggjur af, er framfærsla atvinnulausra námsmanna yfir sumarið. Námsmenn þurfa líka að lifa á sumrin, þeir hafa fyrir börnum að sjá o.s.frv. Námsmenn munu ekki lengur geta sótt sér atvinnuleysisbætur og það er mjög vel rökstyðjanlegt að það sé ekki kerfi sem þeir eigi að vera hluti af. Hins vegar þarf að finna viðunandi lausn fyrir námsmenn og hún þarf að vera komin fyrir næsta sumar.