138. löggjafarþing — 50. fundur,  18. des. 2009.

atvinnuleysistryggingar o.fl.

273. mál
[11:47]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr):

Herra forseti. Þetta frumvarp er að mörgu leyti meingallað. Ég hef verið í sambandi við fólk sem hefur starfað sem einyrkjar, eða það sett sig í samband við mig, og mér er sagt að þau bráðabirgðalög sem sett voru til að tryggja að þetta fólk gæti fengið atvinnuleysisbætur en þó borgað tryggingagjald verði afnumin og því gert að gera fyrirtækin sín gjaldþrota ellegar fái það engar bætur.

Við þurfum ekki á enn einni gjaldþrotahrinunni að halda. Það hryggir mig að heyra að þetta hafi verið tekið í burtu. (Gripið fram í.) Þetta er ekki rétt. Var ekki tekið burt bráðabirgðaákvæðið sem Jóhanna setti á í fyrra? (Gripið fram í: Jú.) Jú, það er víst rétt. Ég segi nei.