138. löggjafarþing — 51. fundur,  18. des. 2009.

heimild til samninga um álver í Helguvík.

89. mál
[12:39]
Horfa

Arndís Soffía Sigurðardóttir (Vg):

Herra forseti. Ég vil gera grein fyrir þeim fyrirvara sem ég gerði við afgreiðslu nefndarálitsins.

Þingmenn Vinstri grænna greiddu allir atkvæði gegn fjárfestingarsamningi um álver í Helguvík í apríl í vor og voru margar ástæður fyrir því sem bæði varða umhverfismál og efnahagsmál. Meðal annars gagnrýndu þingmenn Vinstri grænna þau atriði sem hér hafa verið færð til betri vegar að kröfu ESA, þ.e. að samningstíminn hafi verið styttur úr 40 árum í 20 ár og að ívilnandi reglur um stimpilgjöld hafi verið þrengdar.

Í ljósi þessa mun ég styðja þær breytingar sem gerðar eru á fjárfestingarsamningnum í 1. og 2. gr. frumvarpsins. Hins vegar mun ég sitja hjá við afgreiðslu málsins í heild.