138. löggjafarþing — 51. fundur,  18. des. 2009.

heimild til samninga um álver í Helguvík.

89. mál
[12:59]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Það ál sem ekki verður framleitt á Íslandi verður framleitt annars staðar og væntanlega og mjög líklega með raforku sem búin er til með brennslu kola, gass eða olíu sem mengar margfalt meira. Nú getur vel verið að hv. þingmaður trúi ekki að koltvíoxíðsmengun valdi hitnun jarðar en þá vil ég gjarnan fá það fram.