138. löggjafarþing — 51. fundur,  18. des. 2009.

umhverfis- og auðlindaskattur.

257. mál
[14:30]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta efh.- og skattn. (Þór Saari) (Hr) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. Pétri H. Blöndal andsvarið. Það er dyggilega skjalfest að sjálfstæðismenn grilla. (PHB: Ekki ég.) Það er bara samkvæmt raunveruleikanum í dag að nú grilla sjálfstæðismenn á daginn líka því að það er ekki lengur hægt að græða, þannig að það er spurning hvort ekki sé rétt að fara að skattleggja gasið.

Varðandi tillögu hv. þingmanns um að breyta nafninu á þessu frumvarpi er það náttúrlega einboðið, ef það á að fara í gegn eins og ég sagði þá er það að fara í gegn á röngum forsendum. Hér er um mjög alvarlega hugtakamisnotkun að ræða eða ranga notkun á hugtökum, ekki kannski misnotkun heldur ranga notkun á hugtökum og þetta eru umhverfisskattar en ekki auðlindaskattar. Það er alveg einboðið. En vegna þess hve frumvarpið er í rauninni meingallað hvað þetta varðar hef ég einfaldlega lagt til að það verði dregið til baka og unnið betur.