138. löggjafarþing — 51. fundur,  18. des. 2009.

umhverfis- og auðlindaskattur.

257. mál
[15:26]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta efh.- og skattn. (Tryggvi Þór Herbertsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla að virða hæstv. fjármálaráðherra það til vorkunnar að hafa verið í stúdentsútskrift sonar síns og ég óska honum innilega til hamingju með þann merka áfanga. Það er leiðinlegt að vera eitthvað að hnýta í hann þegar svona stórt tilefni er.

En það er þetta með auðlindaskattana. Nú er það þannig að það á að skattleggja heitt vatn og rafmagn á neytandann þannig að reikningurinn verður hækkaður hjá honum og síðan er það sagt vera auðlindagjald. Þetta er ekki rétt. Þú nærð engu af auðlindarentunni með þessu. Þetta er nákvæmlega það sama og ef við værum að skattleggja fiskveiðar, að ná auðlindarentu með fiskveiðunum, að við mundum setja skatt á fiskflök úti í fiskbúð. Það er því grundvallarmisskilningur í þessu að það sé verið að ná inn auðlindarentu með þessu og þess vegna er þetta ekki auðlindaskattur og á ekki að heita auðlindaskattur.