138. löggjafarþing — 51. fundur,  18. des. 2009.

umhverfis- og auðlindaskattur.

257. mál
[15:28]
Horfa

fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Við erum bara ósammála um þetta atriði, ég og hv. þingmaður. Ég tel að þetta standi að sjálfsögðu fyllilega undir nafni þó að valin sé sú leið, af augljósum hagkvæmnisástæðum, að haga innheimtunni með þeim hætti sem þarna er gert. Þetta kemur út úr verðmætiskeðjunni Hitt er miklu snúnara að fara þá leið af því að hafa ekki lagt grunn að því þá með allt öðrum hætti, sem sagt þeim að búa þannig um hnúta að auðlindarentan liggi fyrir sem andlag þegar virkjunarréttindum er úthlutað eða samningar eru gerðir um slíka hluti. Staðan er ekki þannig að það kæmi mikil mismunun og mikið vandamál ef menn ætluðu í einum tímapunkti inn í málið með þeim hætti og þess vegna er sú leið skynsamleg og fullkomlega réttlætanleg.