138. löggjafarþing — 51. fundur,  18. des. 2009.

umhverfis- og auðlindaskattur.

257. mál
[15:29]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta efh.- og skattn. (Tryggvi Þór Herbertsson) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég ætla ekki að munnhöggvast við hæstv. fjármálaráðherra um hvort það sé skynsamlegt eða nauðsynlegt að gera þetta en eins og ég er að segja, þetta er ekki rétt. Það er ekki eitthvað sem einhverjir pólitíkusar velja hvort hlutirnir eru kallaðir auðlindaskattar, auðlindarenta, þetta eru allt mjög vel skilgreind hugtök. Og það er ekki hægt að ákveða það, t.d. á þingflokksfundi, að skattar á gólfteppi heiti auðlindaskattar t.d., þetta er ekki þannig. Þetta eru mjög skýrar skilgreiningar í hagfræðinni og þetta flokkast ekki undir auðlindaskatt. Það sem við þingmenn höfum verið að segja er að það er verið að sigla undir fölsku flaggi. Þetta er einfaldlega skattur á heitt vatn og raforku sem ég ætla ekki að mótmæla. Eflaust vill hæstv. fjármálaráðherra skattleggja það en ekki kalla það auðlindaskatt vegna þess að það er fals.