138. löggjafarþing — 51. fundur,  18. des. 2009.

umhverfis- og auðlindaskattur.

257. mál
[15:40]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil byrja á því að óska hæstv. ráðherra til hamingju með útskrift sonar síns.

Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra, af því að fram kemur í tillögum frá ríkisstjórninni að mæta eigi þessari hækkun á íbúa á köldum svæðum með 30,8 milljónum sem eiga að dekka þessa 0,12 kr. hækkun og ég fagna því að hæstv. ríkisstjórn skuli gera það. En mig langar að beina þeirri fyrirspurn til hæstv. ráðherra að komi í ljós að kostnaður hjá íbúum á köldum svæðum verði meiri en 30,8 milljónir, hugsar þá hæstv. ráðherra sér að bæta það upp ef mismunur verður?

Ég vil líka árétta það, virðulegi forseti, að núna kostar orðið 336% meira að kynda húsnæði á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu og rafmagnsverð á þessu ári hefur þegar hækkað um 20% en samt sem áður er dregið úr niðurgreiðslum á rafmagni um 130 milljónir í fjárlagafrumvarpinu.