138. löggjafarþing — 51. fundur,  18. des. 2009.

umhverfis- og auðlindaskattur.

257. mál
[15:42]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin og fagna sérstaklega því sem hann sagði að ef í ljós kæmi að kostnaðurinn yrði meiri yrði hann leiðréttur. Ég fagna því sérstaklega.

Mig langar til að spyrja hæstv. fjármálaráðherra af því að við ræðum hér skattahækkanir og tekjuöflun fyrir ríkissjóð og við sjálfstæðismenn höfum lagt fram breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið. Í einni þeirra kemur fram að skoðaður verði sá möguleiki að selja hið nýja varðskip en söluandvirði þess gæti numið allt að 5 milljörðum á næsta ári. Það kom líka fram á fundi fjárlaganefndar að menn geri sér vonir um að fá endurgreitt 400–600 milljónir í skaðabætur vegna tafa á verkinu. Mig langar að spyrja hæstv. fjármálaráðherra um það vegna þess að ekki er gert ráð fyrir því í fjárlagafrumvarpinu að reka skipið nema þá að taka önnur úr umferð sem við vitum að er ekki raunhæft, það eru miklu minni skip og það gengur ekki að dekka þann kostnað þannig. Hvernig líst hæstv. fjármálaráðherra á þessa hugmynd?