138. löggjafarþing — 51. fundur,  18. des. 2009.

umhverfis- og auðlindaskattur.

257. mál
[18:33]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Sú ábending sem hér var imprað á, að við séum í reynd að gera það sama þegar við frestum skattheimtunni hjá álfyrirtækjunum, að við séum að taka lán fram í tímann — það er alveg rétt og þetta er nokkuð sem okkur mörgum finnst orka tvímælis. Hvernig er þetta þá komið til? Þetta er ekki vegna þess að við höfum lagt upp í þessa för með þetta að leiðarljósi, alls ekki. Við vorum upphaflega með hugmyndir um að fara í meiri skattheimtu á raforkuna. Menn töluðu þar um 20 aura en eru komnir niður í 12. (Gripið fram í.) Einhvern tíma var það enn þá hærra, sem mönnum fannst allt of hátt og sætti mikilli gagnrýni. Við fórum síðan í umræðu um þetta mál og viðræður við þessa aðila og þetta varð niðurstaðan. Þessu náðum við fram (Forseti hringir.) í sátt við þessa aðila.