138. löggjafarþing — 51. fundur,  18. des. 2009.

umhverfis- og auðlindaskattur.

257. mál
[19:14]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Frú forseti. Annar minni hluti leggur til að málinu verði vísað frá vegna

a. rangrar notkunar á hugtökum í frumvarpi ríkisstjórnarinnar,

b. vegna tilrauna til að leggja orkuskatt á notkun almennings í stað þess að taka raunveruleg rentu af auðlindinni sjálfri,

c. vegna verndunar stóriðju, bæði raforkuvera og álvera þar sem hvorki er minnst á auðlindarentu né gas.

Frumvarpið er ekki um auðlindaskatta og þetta snýst ekki um það sem hv. þm. Ögmundur Jónasson sagði áðan að menn væru á móti þessu vegna þess að nafnið auðlind stendur á forsíðu plaggsins. Þetta frumvarp er rangt, það er röng hugtakanotkun í því og verið er að festa í lög hugmyndir um auðlindaskatta sem gagnast náttúruauðlindum og umhverfissinnum ekki neitt. Verið er að færa hugmyndina um auðlindarentu í allt annað umhverfi þar sem neytandinn er látinn borga. Það er mjög varasamt og það verður vísað til þessa máls sem fordæmis í framtíðinni þegar kemur að auðlindagjöldum. Þetta er mjög varasöm leið og ég legg til að málinu verði vísað frá.