138. löggjafarþing — 53. fundur,  19. des. 2009.

umhverfis- og auðlindaskattur.

257. mál
[11:06]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Hér þykjast menn vera að skattleggja auðlind en eru ekki að því. Þeir eru m.a.s. öfugt að skattleggja auðlind í vatninu því að eftir því sem heita vatnið er minni auðlind þeim mun meira er hún skattlögð. Auk þess er verið að búa til alveg óskaplegan fjölda af færslum. Ég hugsa að það séu yfir milljón færslur sem verið er að búa til og þær eru upp á einhverja hundraðkalla. Þetta er óskapleg flæking á kerfinu og ég geri ráð fyrir að skattborgararnir skilji það enn þá síður en hingað til. Ég segi nei við þessum ósköpum.