138. löggjafarþing — 53. fundur,  19. des. 2009.

vitamál.

74. mál
[11:11]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Í upprunalegri tillögu var gert ráð fyrir að þetta vitagjald mundi hækka um 100% en í meðförum nefndarinnar var það lækkað og flutt breytingartillaga þannig að það hækkar um 60%. Vitagjald hefur ekki hækkað síðan 2002 en mjög hörð gagnrýni kom á að þetta gæti hugsanlega dregið úr komu skemmtiferðaskipa þannig að við sjálfstæðismenn hyggjumst greiða atkvæði með þessari tillögu en þá í ljósi þess að vel verði fylgst með því að þetta muni þá ekki hafa þau áhrif sem hugsanlega gætu verið og menn mundu þá grípa inn í það tímanlega ef það yrði með þeim hætti.