138. löggjafarþing — 53. fundur,  19. des. 2009.

greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.

228. mál
[11:21]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Efnahagsreikningur Lánasjóðs sveitarfélaga hefur vaxið umtalsvert á milli ára á meðan efnahagsreikningur annarra lánastofnana í sama flokki hefur orðið fyrir verulegum áföllum vegna efnahagshrunsins. Það og sú staðreynd að lánastofnanir í heild verða fyrir hærri álagningarhlutföllum hjá Fjármálaeftirlitinu vegna aukins eftirlits með þessum flokki, verður til þess að kostnaður lánasjóðsins eykst umtalsvert á milli ára. Annaðhvort tökum við á því með því að búa til sérlög um lánasjóðinn eða við förum og setjum EES-samninginn í uppnám. Þess vegna er ekki tímabært að fara ofan í það núna en það mun væntanlega koma til skoðunar seinna.