138. löggjafarþing — 54. fundur,  19. des. 2009.

fundarstjórn.

[17:53]
Horfa

Forseti (Árni Þór Sigurðsson):

Forseti vill árétta að hægt er að gera grein fyrir afstöðu sinni við atkvæðagreiðslu undir tveimur liðum, annars vegar um atkvæðagreiðsluna og þeir sem biðja um orðið um atkvæðagreiðslu áður en atkvæðagreiðsla hefst fá orðið og það átti við um hv. þm. Eygló Harðardóttur. Eftir að atkvæðagreiðsla hefst er leitað eftir því hvaða þingmenn vilja gera grein fyrir atkvæði sínu og þingmenn eiga að gefa merki um það þá þegar. Eftir að atkvæðaskýringar hefjast er ekki tekið við fleirum inn á þann lista. Það eru þær vinnureglur sem forsetar hafa hér. Ég hygg að það gildi um alla forseta óháð því úr hvaða flokki þeir koma.