138. löggjafarþing — 55. fundur,  19. des. 2009.

framhaldsskólar.

325. mál
[18:21]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Við í menntamálanefnd tókum þetta mál í gegn á talsverðum hraða en samt í ágætri sátt og náðum ákveðnum breytingum á því sem eru til þess fallnar að gera ákvæði laganna skýrari, þannig að það sé algjörlega ljóst um hvað verið er að tala hér. Ég fagna því að það náðist að laga þetta á þennan hátt og ég tel að allir séu fyllilega sáttir við það, bara svo vakin sé athygli á því. Einnig er gott að vekja athygli á því að ljóst er að skólarnir hafa nú þegar auglýst og innritað í námið fyrir næstu önn, þannig að væntanlega kemur þetta ekki til með að skila neinum breytingum fyrr en á þarnæstu önn, þ.e. næsta haust.