138. löggjafarþing — 55. fundur,  19. des. 2009.

framhaldsskólar.

325. mál
[18:24]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Bara svo vakin sé athygli á því er hér um hvorki meira né minna en nýtt innstæðutryggingarsjóðskerfi fyrir Ísland að ræða. Ég þarf ekki að halda langa ræðu um það, virðulegi forseti, að það skiptir máli að vanda sig þegar slíkt er gert. Við höfum brennt okkur á öðrum vinnubrögðum.

Af því að hv. formaður þingnefndarinnar kemur hér og segir að álitið muni ekki koma neinum á óvart, ég er í hv. viðskiptanefnd og það mun koma mér á óvart því að ég veit ekki hvað er í því. (Gripið fram í: Þú mættir ekki.) Ef áhugi hefði verið á því að setja menn inn í þetta þá erum við búin að vera hér í allan dag.