138. löggjafarþing — 55. fundur,  19. des. 2009.

tekjuöflun ríkisins.

256. mál
[21:25]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta efh.- og skattn. (Tryggvi Þór Herbertsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hún spyr um fræðimenn eins og Stefán Ólafsson o.fl., hvort þeir einfaldlega ljúgi. Ég skal þá bara spyrja hana á móti, eru fræðimenn eins og Tryggvi Þór Herbertsson …?

(Forseti (ÁRJ): Forseti biður hv. þingmann að virða þá hefð sem ríkir um ræðuform í þingsal.)

Virðulegi forseti. Ég skal gera það. Telur hv. þingmaður að fræðimenn eins og Tryggvi Þór Herbertsson ljúgi? Ég var við Háskóla Íslands og ég gerði stærstu rannsóknir sem hafa verið gerðar á Íslandi á tekjujöfnun og tekjuskiptingu. Þetta með að öryrkjarnir hafi farið í dóm, jú, jú, auðvitað var fullt af agnúum og hefur alltaf verið fullt af agnúum í kerfinu en að segja að það sé verið að leiðrétta það núna, (Forseti hringir.) t.d. með afnámi vísitölutengingar bóta og öðru slíku, er náttúrlega bara eitt lítið djók.