138. löggjafarþing — 55. fundur,  19. des. 2009.

tekjuöflun ríkisins.

256. mál
[21:32]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta efh.- og skattn. (Tryggvi Þór Herbertsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta sagði Mark Flanagan en hv. þingmaður gleymdi að segja að hann sagði líka: „Fyrir fram greiddar skatttekjur frá álverksmiðjunum.“ Er það ekki rétt að hv. þingmaður hafi gleymt því? (SII: Það má vera. Það var ekki ...) En aftur á móti gef ég ekki mikið fyrir þessa skoðun Marks Flanagans eins og ég gef ekki mikið fyrir skoðanir hans á mörgum hagfræðilegum málefnum á Íslandi. Skoðanir hans gefa ekki tilefni til þess. Ég held að þessi tillaga sé það ígrunduð af vel metnum hagfræðingum að við sjálfstæðismenn höfum ekki gert mistök í greiningu okkar. Ég gef ekki mikið fyrir Mark Flanagan.