138. löggjafarþing — 55. fundur,  19. des. 2009.

tekjuöflun ríkisins.

256. mál
[22:28]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þm. Birkir Jón Jónsson fer víða. Mig langar að drepa niður fæti. — Ég óska eftir því, forseti, að hv. þingmaður hlusti á andsvör. Ég ætlaði að drepa niður fæti þar sem hann talaði um vanreifun og vanbúnað mála. Ég minni hann á að frumvarpið um að landið verði eitt skattumdæmi var ítarlega og vandlega unnið undir forustu ríkisskattstjóra Skúla Eggerts Þórðarsonar og því spyr ég hann hvort hann sé að gera lítið úr störfum þess hóps sem ríkisskattstjóri leiddi og sem frumvarpið sem við erum nú með til meðferðar í þinginu byggir á. (Gripið fram í: Skattstjóri.)

Svo skal ég skilja að hv. þingmanni sé orðið sögufölsun hugleikið því að hv. þingmaður virðist vart (Forseti hringir.) geta horfst í augu við fortíðina.