138. löggjafarþing — 55. fundur,  20. des. 2009.

kjararáð.

195. mál
[02:24]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég hef verið þeirrar skoðunar lengi og flutt um það frumvarp hér á þingi að Alþingi ætti sjálft að ákveða laun þingmanna og ráðherra. Ég er nefnilega þeirrar skoðunar að að baki hverri ákvörðun af þessu tagi eigi að vera ábyrgð, að það sé hægt að draga þann sem tekur ákvörðunina til ábyrgðar. Þetta millistig sem við höfum búið til, kjararáð og Kjaradómur, hefur alltaf verið mér þyrnir í augum. Ég hef verið þeirrar skoðunar að margir þeir sem heyra undir Kjaradóm og kjararáð eigi að falla undir almenna kjarasamninga en ekki þessar stofnanir. Ég tel að við eigum að ákveða þessi kjör sjálf. Við gætum gert það sama dag og við ákveðum örorkubæturnar.