138. löggjafarþing — 56. fundur,  21. des. 2009.

ráðstafanir í skattamálum.

239. mál
[09:05]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér er verið að ráðast í nauðsynlegar hækkanir á neyslu- og þjónustugjöldum vegna hrunsins en einnig eru framlengdar heimildir til útgreiðslu á séreignarsparnaði sem hafa hjálpað mörgum á þessu ári við að takast á við erfiðleika í sínum fjármálum. Þessi ráðstöfun mun halda áfram að gera fólki kleift að nýta þetta úrræði í þeim erfiðu aðstæðum sem nú eru.