138. löggjafarþing — 56. fundur,  21. des. 2009.

tekjuöflun ríkisins.

256. mál
[09:21]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Hér er verið að innleiða nýtt þriggja þrepa tekjuskattskerfi sem leggur grunninn að því að auka jöfnuð í samfélaginu sem er eitt af helstu verkefnum okkar í framhaldi af hruninu. Það er fagnaðarefni að eftir að fjárlögin komu fram hefur skapast svigrúm til að hækka persónuafslátt um 2.000 kr. og skattprósentu á lægsta þrepi er haldið óbreyttri þannig að skattar fólks með lægstu launin munu lækka sem því nemur á nýju ári. Fyrst við 270 þús. kr. byrjar skattbyrðin að þyngjast og þá um 0 og upp í liðlega 2% af tekjum. Ég tel að ótrúlega vel hafi til tekist að stilla í hóf þeim hækkunum á tekjuskatti sem hér eru á ferðinni miðað við þann gríðarlega vanda sem við stöndum andspænis og Sjálfstæðisflokkurinn grefur svo kyrfilega höfuð sitt í sandinn andspænis.