138. löggjafarþing — 56. fundur,  21. des. 2009.

tekjuöflun ríkisins.

256. mál
[09:22]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Við greiðum atkvæði um hækkun tekjuskatta og ýmsar aðrar skattkerfisbreytingar. Hvers vegna erum við að hækka skatta? Vegna þess að við viljum forðast að hallinn á ríkissjóði verði meiri en 100 milljarðar á næsta ári með gríðarlegum vaxtakostnaði sem félli á skattgreiðendur komandi ára, vegna þess að við viljum ekki fara leið Sjálfstæðisflokksins og skattleggja núna lífeyrisgreiðslur framtíðarinnar og vegna þess að við höfnum leiðum frjálshyggjunnar að láta notendur velferðarþjónustunnar greiða beint, sjúklinga og skólabörn. Þess vegna viljum við efla ríkissjóð.

Stjórnarandstaðan er óhamingjusöm með allt sem við gerum. Hún er óhamingjusöm með að láta skattleggja stóriðjuna, með umhverfisskatta og núna þrepaskiptan skatt. (Gripið fram í.) Láglaunafólk og millitekjuhópar skilja hvað við erum að gera, að við erum að hlífa þeim (Forseti hringir.) og standa vörð um þeirra hagsmuni. Úr því að stjórnarandstöðuþingmaður (Gripið fram í.) sagði um daginn að þrepaskiptur skattur væri hallærislegur (Forseti hringir.) og gamaldags þá segi ég: Það er ekki hallærislegt (Forseti hringir.) að láta efnamann greiða meira en láglaunamann. Það er ekkert hallærislegt við að vera (Forseti hringir.) félagslega ábyrgur og það er þessi ríkisstjórn að gera. [Frammíköll í þingsal.]