138. löggjafarþing — 56. fundur,  21. des. 2009.

tekjuöflun ríkisins.

256. mál
[09:32]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Virðulegi forseti. Með ákvæði þessarar greinar var lagt til að við samruna félaga félli niður réttur til að telja frádráttarbæra vexti af lánum sem sameinað félag hefur yfirtekið. Þetta var afleitt ákvæði. Við í minni hlutanum lögðum til að það yrði fellt á brott og meiri hlutinn hefur orðið við því. Því munum við segja já við þessu.