138. löggjafarþing — 56. fundur,  21. des. 2009.

tekjuöflun ríkisins.

256. mál
[09:35]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Virðulegi forseti. Með þessari grein, ef hún verður samþykkt, verður umbylting á núverandi tekjuskattskerfi einstaklinga á Íslandi. Lagt er til að innleitt verði þrepaskipt skattkerfi og horfið frá samsköttun hjóna að nokkru leyti. Ljóst er að þessi ráðstöfun gerir skattkerfið allt miklum mun flóknara, alla skattframkvæmd erfiðari og kostnaðarsamari og óvíst er hversu miklum tekjum tekjuskattskerfið mun skila eftir breytinguna vegna eftirágreiðslna. Af þessum ástæðum segjum við nei við þessari grein.