138. löggjafarþing — 56. fundur,  21. des. 2009.

tekjuöflun ríkisins.

256. mál
[09:40]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Frú forseti. Hér er um að ræða gríðarlega miklar breytingar á skattkerfi sem snúast ekki um einhverja frjálshyggju. Þær breytingar sem hér eru boðaðar munu vonandi ekki snúast um að innleiða gamaldags hugmyndafræði sósíalismans eins og mér sýnist vera helsta keppikefli þessarar ríkisstjórnar. Ef frjálshyggjan féll féll sósíalisminn fyrir löngu síðan, við skulum hafa alveg það á hreinu. Það er miðjuleiðin, [Hlátur í þingsal.] sú að deila þessu jafnt, sem skiptir mestu máli og það er það sem þessi ríkisstjórn hefði þurft að horfa á. Við höfum ágætiskerfi sem hægt er að nota og breyta til að deila út betur. Það er ekki hægt að sætta sig við þessa breytingu því hún mun ekki auka jöfnuð eins og hér hefur verið sagt. Þetta mun gera líf fólks flóknara og erfiðara. Það munu koma eftirágreiðslur sem margir munu ekki ráða við þegar að því kemur. Af hverju? Það er verið að taka upp gamalt og úrelt kerfi. (Gripið fram í.)