138. löggjafarþing — 56. fundur,  21. des. 2009.

tekjuöflun ríkisins.

256. mál
[09:42]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Frú forseti. Hér er að rætast draumur vinstri manna, sýnist mér, hér er verið að staðfesta það að flækja skattkerfið mjög mikið án þess að yfir það hafi verið sest á yfirvegaðan hátt og reynt að gera þessar breytingar þó það liðugar að menn kæmu til með að sjá fram á að geta gert það í tæka tíð, þeir sem þurfa að fara í þessa framkvæmd. Þegar hefur verið sýnt fram á að það hefði verið hægt að ná tekjujöfnunarmarkmiðunum sem ríkisstjórnin talar svo fjálglega um innan núverandi skattkerfis. Á það hefur hins vegar ekki verið hlustað, því miður, þannig að hér sitjum við uppi með þennan bastarð, ef maður má segja svo, frú forseti, vinstri flokkanna sem kemur til með að kosta íslenska þjóð margra tugi milljóna í framkvæmd.

Frú forseti. Ég segi nei. Þetta eru óvönduð vinnubrögð og ég tek ekki þátt í að staðfesta þetta.