138. löggjafarþing — 56. fundur,  21. des. 2009.

tekjuöflun ríkisins.

256. mál
[09:44]
Horfa

Þráinn Bertelsson (U):

Virðulegi forseti. Ég sé ekki ástæðu til að standa í vegi fyrir skattbreytinga- og skattahækkanaáformum ríkisstjórnarinnar. Þess vegna greiði ég ekki atkvæði um þessar breytingar því að ég er hvorki sammála þeim né ósammála, en af því að enginn liður í þingsköpum Alþingis heitir tapað/fundið neyðist ég til að auglýsa eftir því að tapast hafa áform ríkisstjórnarinnar um að slá skjaldborg um heimilin í landinu og ég bið þá sem rekast einhvers staðar á þessi áform að koma þeim til ríkisstjórnarinnar hið fyrsta. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)