138. löggjafarþing — 56. fundur,  21. des. 2009.

tekjuöflun ríkisins.

256. mál
[09:51]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Eins og kom fram hjá hv. þm. Pétri H. Blöndal er hér verið að afnema vísitölutengingu persónuafsláttar sem mun leiða til þess að hjá þeim sem minnst hafa milli handanna mun enn þá minnka. Þetta er einfaldlega þannig. ASÍ hefur gagnrýnt þetta, frú forseti, bent á að þetta sé í raun brot á samningum sem gerðir hafa verið og þetta sé ekki í anda samninga um stöðugleika og annað. ASÍ gengur svo langt að minna á að síðast þegar þetta var gert var það í tíð vinstri stjórnar. Nú er það aftur vinstri stjórn sem ætlar að auka álögur þeirra sem minnst mega sín.