138. löggjafarþing — 56. fundur,  21. des. 2009.

kjararáð.

195. mál
[10:08]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Það er ástæða til að fagna því trausti sem ríkisstjórninni er ítrekað sýnt af hálfu minni hlutans með því að vísa málum æ ofan í æ til hennar eða leggja það til. Ég held hins vegar að ástandið í íslensku samfélagi sé með þeim hætti að tilefni sé til að æsa sig yfir ýmsum öðrum hlutum en að sýna þá sjálfsögðu samstöðu í samfélaginu að framlengja frystingu á launum okkar (Gripið fram í.) eins og er á almennum vinnumarkaði fram í nóvember nk. (Gripið fram í: Það hefur enginn sagt að við viljum ekki hafa þetta …) (Gripið fram í: Við erum að vísa þessu út í hafsauga.)