138. löggjafarþing — 57. fundur,  21. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[18:31]
Horfa

Þuríður Backman (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hvað varðar hjúkrunarheimilin. Til okkar kom fulltrúi frá Samtökum fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu og lýsti því að með þeirri breytingu að færa þessa þjónustu, öldrunarþjónustuna, yfir til félagsmálaráðuneytisins mundi mönnunin breytast. Ég er alveg hreint sammála því að inni á dvalarheimilum þar sem er meira félagsleg þjónusta við aldraða má sannarlega og á að breyta mönnuninni (Gripið fram í.) og inn á hjúkrunarheimilin þarf líka að koma miklu fjölbreyttari þjónusta hvað varðar sálræna og félagslega þjónustu. En við megum ekki, og það er það sem heilbrigðisnefnd ætlar að standa vörð um, slaka á hjúkrunarþjónustunni og þeirri meðferð (Forseti hringir.) sem snýr að heilbrigðisvandamálum.