138. löggjafarþing — 57. fundur,  21. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[18:38]
Horfa

Þuríður Backman (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég tel að heilbrigðisnefnd almennt sé sáttari við að fara þessa leið, að taka þau heimili sem eru hrein hjúkrunarheimili og þá samninga sem hér hafa verið nefndir aftur til heilbrigðisráðuneytisins. Hér liggur fyrir tillaga frá minni hluta fjárlaganefndar um yfirfærslu dvalarheimila og allrar öldrunarþjónustu aftur til heilbrigðisráðuneytisins. Ég tel að það sé óþörf varfærni. Það að færa félagslega þjónustu, dvalarheimilin, þ.e. blönduð heimili, sé skref sem við getum tekið að sinni.