138. löggjafarþing — 57. fundur,  21. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[18:39]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Álfheiður Ingadóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. (Forseti hringir.) Herra forseti. Maður er orðinn ansi vanur öðrum háttum hér. Herra forseti. Ég vil þakka hv. formanni heilbrigðisnefndar fyrir þetta svar. Það er alveg ljóst að þetta er mjög vandmeðfarið og umdeilt mál sem sýndi sig að hefði þurft og þarf meiri umræðu og kannski annan undirbúning, m.a. ítarlegra samráð við rekstraraðila og sveitarstjórnir.

Nú hefur hv. heilbrigðisnefnd fjallað ítarlega um málið frá því að það var lagt fram og mig langar til að spyrja hv. formann heilbrigðisnefndar hvernig hún sér fyrir sér hlutverk heilbrigðisnefndar í því að fylgja þessu máli eftir því að það er töluverð vinna eftir þarna. Aðalatriðið í mínum huga er að flutningur fjárveitinga og skipulagsbreytingar á þessari þjónustu bitni ekki á þjónustunni við aldraða. Það er aðalatriðið.