138. löggjafarþing — 59. fundur,  22. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[09:19]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Hér er gert ráð fyrir því að skattleggja eign lífeyrisséreignarsjóðanna, þ.e. að ná í eign ríkisins í séreignarsjóðunum. Þetta mundi gefa ríkissjóði 75 milljarða kr., sveitarfélögunum 40 milljarða kr., bæta stöðu ríkissjóðs um 18 milljarða kr. og bæta stöðu sveitarfélaganna auðvitað um 40 milljarða kr. Þetta kæmi í staðinn fyrir flókið skattkerfi hæstv. ríkisstjórnar sem þýðir um 10 þús. kr. á hvert einasta mannsbarn á landinu á mánuði, þ.e. á hverja fjögurra manna fjölskyldu leggur ríkisstjórnin um 40 þús. kr. fyrir utan það að flækja kerfið mjög mikið. Einmitt í þessari stöðu í dag þegar þjóðin hefur upplifað kaupmáttarskerðingu, atvinnuleysi og lækkun launa er hún ekki í færum til að axla aukaskattbyrði. Þess vegna leggjum við sjálfstæðismenn til að menn fari þessa leið til að brúa bilið. Eftir ár gæti þjóðin borgað meiri skatta. (Forseti hringir.) Ég segi já.