138. löggjafarþing — 59. fundur,  22. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[09:24]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F):

Frú forseti. Tekjukafli frumvarpsins byggir á mjög óráðlegum skattkerfisbreytingum. Með þeim er verið að kollvarpa mjög skilvirku kerfi sem komið hefur verið á á löngum tíma á Íslandi. Sumar þeirra aðferða sem gert er ráð fyrir að nota eru illframkvæmanlegar en margar vinna þær gegn nauðsynlegri endurreisn í íslensku efnahagslífi, m.a. að því er lýtur að atvinnusköpun. Þá er einnig til þess að taka að jafnvel þótt takist að finna leið til að innheimta allt sem hér er gert ráð fyrir mun viðbótarskatturinn ekki gera annað en standa undir vaxtagjöldum þessa árs af Icesave-samningunum verði þeir samþykktir. Þess vegna er mjög óráðlegt að byggja tekjuáætlun á þeim skattkerfisbreytingum sem hér er gert ráð fyrir og mun æskilegra að hafna Icesave-samningunum, en fyrst leggjum við til að þessum lið (Forseti hringir.) fjárlagafrumvarpsins verði hafnað.