138. löggjafarþing — 59. fundur,  22. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[09:27]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Hér er að komast í framkvæmd draumur vinstri manna sem verður martröð fyrir almenning. Við erum að sjá jaðarskatta, eftirágreidda skatta, eignarskatta og flækjuskatta og ég var bara að velta því fyrir mér, virðulegi forseti: Hver lofaði þessum sköttum fyrir síðustu kosningar? Ég man ekki eftir því að þeir hv. þingmenn sem eru núna í ríkisstjórn hafi komið fram og lofað fólkinu þessu, enda er það ekki svo. Þetta eru hrein og klár svik við almenning í landinu og það er nokkuð sem menn þurfa að hafa í huga.