138. löggjafarþing — 59. fundur,  22. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[09:32]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (Vg):

Virðulegi forseti. Rekstrarvandi Landbúnaðarháskóla Íslands á rætur sínar að rekja til þess að stofnunin hefur ekki hlotið nægileg framlög úr ríkissjóði. Nú hefur það verið leiðrétt og það er ríkisstjórn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og Samfylkingarinnar sem gerir það.