138. löggjafarþing — 59. fundur,  22. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[09:35]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Frú forseti. Hér er aftur verið að útdeila verkefnum úti um allt land í alls konar smáverkefni sem ekki er vitað hvort sé nokkur eftirfylgni með eða hvers virði þau eru. Þetta er tilraun af okkar hálfu til að veita þessar fjárveitingar í safnasjóð þannig að það verði yfirlit yfir í hvað fjármunir almennings fara þegar Alþingi sýslar með þá. Gríðarlega margir safnliðir eru undir og algjörlega óljóst hvort margir þeirra skili nokkrum sköpuðum hlut. Ég tel að það sé einfaldlega virðingu Alþingis samboðið að reyna að útdeila fjármunum á faglegum forsendum. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)