138. löggjafarþing — 59. fundur,  22. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[09:37]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Virðulegur forseti. Heilsuefling Þórs Saaris heldur áfram. Undir þessum lið er eitt atriði sem ég tel kannski ekki endilega miklu verra eða miklu betra en önnur, en þetta er kannski lýsandi dæmi um það í hvers konar verkefni Alþingi kýs að veita fjármuni Alþingis án ítarlegrar skoðunar. Hér er um að ræða áhugamannafélag um skrímsli á Vesturlandi. Skrímsli hafa aldrei verið til á Íslandi og verða aldrei til á Íslandi. Engu að síður er verið að setja umtalsverða fjármuni í áhugamannafélag um skrímsli og það er einfaldlega verið að sóa fé almennings og fara illa með það. Það á að nýta það betur en að gera gys að almenningi með svona fjárveitingum. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) (Gripið fram í: Komdu með …)