138. löggjafarþing — 59. fundur,  22. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[09:38]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Frú forseti. Hreyfingin er óþreytandi við að reyna að bæta stjórnsýsluna á Íslandi. Hér er um að ræða tugi milljóna sem fjárlaganefndarmenn vilja útdeila sjálfir til húsafriðunar úti á landi án þess að húsafriðunarnefnd sem er fagstofnun á þessu sviði og veit nákvæmlega hvernig á að forgangsraða í húsafriðun fái að koma að málinu. Þetta er tillaga af okkar hálfu til að allt fé til húsafriðunar á landinu fari í gegnum þá sérfræðinga sem hafa vit á því en ekki í gegnum þingmenn sem eru í kjördæmapoti.