138. löggjafarþing — 59. fundur,  22. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[09:45]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Frú forseti. Hér er verið að veita stórfé í Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, 160 millj. kr. Íþróttahreyfingin fær gríðarlega fjármuni frá t.d. Lottói og umtalsverðan stuðning frá sveitarfélögum úti um allt land. Á samdráttartímum sem þessum telur 2. minni hluti að svo kostnaðarsöm afþreying verði einfaldlega að dragast meira saman en aðrir nauðsynlegir útgjaldaliðir og það eigi frekar að veita féð til heilbrigðismála. (BirgJ: Heyr, heyr.)