138. löggjafarþing — 59. fundur,  22. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[09:48]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Virðulegur forseti. Hér er enn verið að reyna að sigta út þar sem almannafé er valið og úthlutað á faglegum forsendum. Við leggjum til að þessi breytingartillaga verði samþykkt, en ég vek jafnframt athygli á því að seinasta breytingartillaga sem var felld af stórum hluta þingmanna hljóðaði upp á 3,7 milljarða kr. í aukningu til menntamála og sjálfur hæstv. menntamálaráðherra felldi þá tillögu.