138. löggjafarþing — 59. fundur,  22. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[10:07]
Horfa

félags- og tryggingamálaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Málflutningur stjórnarandstöðunnar undir forustu hv. þm. Kristjáns Þórs Júlíussonar í þessu máli er með ólíkindum. Sú tillaga sem hér er lögð fram felur ekki í sér að lækkaðar verði vasapeningagreiðslur til aldraðra, heldur er fyrst og fremst verið að færa fjárhagsáætlun fyrir þennan lið til samræmis við það sem vænt er að verði ráðstafað af honum. Á móti vorum við áðan að samþykkja, en án atbeina stjórnarandstöðunnar, hækkun um 200 millj. kr. á fjárveitingum til umönnunargreiðslna þannig að það er lágkúra af verstu sort að stilla málum upp með þeim hætti að hér eigi að fara að skerða vasapeninga til aldraðra.