138. löggjafarþing — 59. fundur,  22. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[10:16]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Eins og hér hefur komið fram er verið að auka styrk til Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri um 4 millj. kr. til að gera nemendum kleift að koma í nám til sjúkrahússins. Þetta skiptir öllu máli, ekki bara fyrir sjúkrahúsið úti á landi. Þeir sem koma þangað í námsreynslu eru mun líklegri til að vilja búa áfram á svæðinu og nánast hver einasti sérfræðingur sem starfar núna á hinu ágæta Fjórðungssjúkrahúsi á Akureyri var þar í námi í starfsreynslu. Ég segi já.