138. löggjafarþing — 59. fundur,  22. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[10:39]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Virðulegur forseti. Undir þessum lið er aragrúi smáliða sem er úthlutað. Það er ekki vegna þess að ég sé andsnúinn landsbyggðinni að ég legg til að þeir verði felldir niður. Eins og sést leggjum við til að sjö útgjaldaliðum hvað varðar markaðsstofur hingað og þangað um landið verði haldið inni. Innan um hina liðina sem ég legg hins vegar til að verði felldir út er m.a. félag áhugamanna um jólasveina í Mývatnssveit (Gripið fram í: Uss.) (Gripið fram í.) og ég tel einfaldlega ófært að þingmenn, og sérstaklega þá þingmenn þess kjördæmis sem hér um ræðir, úthluti almannafé í slík áhugamál. Þetta er kjördæmapot og það er (Gripið fram í.) bara blaut tuska í andlit almennings að fara svona með almannafé.